Myndir: Rýkur upp úr jörðu við hringveginn

Frá Hveradalabrekkunni í gær.
Frá Hveradalabrekkunni í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borið hefur á aukinni sjáanlegri gufu við þjóðveginn um Hveradali.

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gufupúða gjarnan myndast á tiltölulega litlu dýpi við virkjun svæða og útstreymi úr hverum.

Orkuveitan segir sérfræðinga fylgjast með svæðinu við Hveradalabrekkuna.
Orkuveitan segir sérfræðinga fylgjast með svæðinu við Hveradalabrekkuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is náði myndum úr lofti við Hveradali.
Ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is náði myndum úr lofti við Hveradali. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt í einu

Ari segir að þekkt sé að sumir geti horfið en aðrir færst til, t.d. í Svartsengi og Henglinum.

Besta dæmið sé þó að finna í Hverahlíðinni sunnan við veginn á leið upp á Hellisheiði þar sem holur voru boraðar vegna Hellisheiðarvirkjunar.

Allt í einu hafi byrjað að rjúka úr brúninni nokkuð austar.

Það sé þó háð veðri, bæði raka- og hitastigi, hvort hveragufa sjáist almennilega.

Horft yfir Hveradalabrekkuna.
Horft yfir Hveradalabrekkuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það rýkur víða úr jörðu í brekkunni.
Það rýkur víða úr jörðu í brekkunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgjast með svæðinu

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur fylgjast sérfræðingar með svæðinu.

Tilraunir hafa einnig verið gerðar með hitaloftmyndir, fyrst og fremst til að fylgjast með langtímabreytingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert