Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir gagnvart tveimur karlmönnum.
Fyrri árásin átti sér stað í maí í fyrra, en þar er maðurinn ákærður fyrir að veitast að karlmanni á fimmtugsaldri þar sem hann lá í rúmi sínu. Er því lýst að árásarmaðurinn hafi ítrekað slegið hinn með hörðu áhaldi í andlit, háls og fætur.
Í seinna tilvikinu er maðurinn ákærður fyrir að ráðast að karlmanni á fimmtugsaldri í gistiskýlinu á Granda með því að kasta glerglasi í andlit hans.
Í fyrra málinu er farið fram á 1,5 milljónir í miskabætur.
