Styttist í nýjan pakka: „Ákveðin jafnvægislist“

Kristrún greindi frá húsnæðis- og efnahagspakkanum í ræðu á flokksstjórnarfundi …
Kristrún greindi frá húsnæðis- og efnahagspakkanum í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Hellu í lok september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr húsnæðis- og efnahagspakki ríkisstjórnarinnar verður kynntur í þessum mánuði.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að í pakkanum verði m.a. að finna aðgerðir sem einfaldi regluverk, taki fastar á hlutdeildarlánakerfinu og dragi úr „fjárfestingarvæðingu húsnæðismarkaðarins“.

Kristrún greindi frá húsnæðis- og efnahagspakkanum í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Hellu í lok september. 

Uppbygging kallar á aukin umsvif

Í ræðunni sagði Kristrún að aðgerðirnar fælu í sér markvissa vinnu sem drægi úr þenslu, markvissari húsnæðisstuðning og frekari húsnæðisuppbyggingu.

Spurð hvernig aukin húsnæðisuppbygging geti haldist í hendur við minni þenslu og þannig dregið úr verðbólgu segir Kristrún:

„Það er alltaf þannig að ef það á að fara í innviðauppbyggingu, eða einhvers konar uppbyggingu, þá kallar það á aukin umsvif. Þetta er bara ákveðið jafnvægi sem þarf að finna. Ef þú byggir ekki neitt þá lendirðu í þenslu síðar meir. Þannig að þetta er ákveðin jafnvægislist. Við munum kynna þessi úrræði í meiri smáatriðum þegar að því kemur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert