Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vísar á bug gagnrýni sem komið hefur fram, um að hún hafi ekki verið viðstödd ráðstefnur og fundi tengda atvinnuvegum Íslands.
„Svarið mitt er einfaldlega það að þetta er ekki svaravert,“ sagði Hanna Katrín í samtali við mbl.is eftir ríkisstjórnarfund í morgun þegar hún var spurð hvernig hún bregðist við þessum athugasemdum.
Í fyrri umfjöllun kom fram að ráðherrann hefði ekki mætt, afboðað sig eða staldrað stutt við á viðburðum tengdum helstu atvinnugreinum landsins að undanförnu.
Þetta fullyrti Þórður Gunnarsson hagfræðingur sem var gestur Spursmála á mbl.is á föstudaginn var.
