Stækkun bíólóðarinnar við Álfabakka 8 snýst fyrst og fremst um uppgjör á lóðarstækkun sem samþykkt var árið 2008, en var óuppgert.
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna segir að það sem þarna hafi verið til afgreiðslu sé óklárað uppgjör vegna byggingarréttar, en ekki ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi.
„Okkur þótti vont að sjá ekki betur á spilin hvað er fyrirhugað á þessari lóð. Við höfum lagt á það áherslu í gegnum árin að Mjóddin verði endurskoðuð í heild og hugsuð sem mikilvæg þungamiðja verslunar og þjónustu fyrir Breiðholtið. Því miður hefur þróun mála ekki verið með þeim hætti að undanförnu, eins og dæmin sanna.“
Hún segir Mjóddina viðkvæmt svæði og það verði að stíga varlega til jarðar.
„Í bókun okkar koma fram varnaðarorð þar sem leggjum áherslu
á að byggingarmagn verði ekki aukið of mikið og hugað verði að birtuskilyrðum, andrými og gæðum svæðisins.“
Hildur leggur áherslu á að í þessari samþykkt borgarráðs hafi ekki verið tekin ákvörðun um skipulag lóðarinnar, heldur sé þetta uppgjör vegna ákvarðana sem teknar voru fyrir tæpum tveimur áratugum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
