Þykir vont að sjá ekki betur á spilin

Með samþykktinni verður lóð bíóhússins stækkuð í átt að kirkjunni.
Með samþykktinni verður lóð bíóhússins stækkuð í átt að kirkjunni. mbl.is/Sigurður Ægisson

Stækkun bíólóðarinnar við Álfabakka 8 snýst fyrst og fremst um uppgjör á lóðarstækkun sem samþykkt var árið 2008, en var óuppgert.

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna segir að það sem þarna hafi verið til afgreiðslu sé óklárað uppgjör vegna byggingarréttar, en ekki ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi.

„Okkur þótti vont að sjá ekki betur á spilin hvað er fyrirhugað á þessari lóð. Við höfum lagt á það áherslu í gegnum árin að Mjóddin verði endurskoðuð í heild og hugsuð sem mikilvæg þungamiðja verslunar og þjónustu fyrir Breiðholtið. Því miður hefur þróun mála ekki verið með þeim hætti að undanförnu, eins og dæmin sanna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert