Víða skúrir eða él

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi í dag.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag verða vestan 5-13 m/s, hvassast sunnanlands. Það verða skúrir eða él en yfirleitt bjart á Suðausturlandi. Eftir hádegi dregur heldur úr vindi og styttir upp, fyrst vestan til.

Á morgun hvessir á landinu en spáð er vestan 13-23 m/s með rigningu víða um land en skúrum eða slydduéljum seinni partinn en þá styttir upp suðaustanlands. Hitinn verður á bilinu 3 til 10 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka