Brewdog boðar lokun

Ölhúsið Brewdog við Frakkastíg hefur boðað lokun á starfsemi sinni á samfélagsmiðlum.

Brewdog var stofnað fyrir sjö árum og þar hefur áhersla verið lögð á að bjóða upp á svokallaða handverksbjóra auk matar.

Á samfélagsmiðlum er tilkynnt um að lokað verði síðar í mánuðinum og að af því tilefni verði sérstakt tilboð með sjö ára gömlum verðum laugardaginn 25. október. 

„Til að fagna öllu því sem við höfum deilt með ykkur í gegnum árin ætlum við að skrúfa klukkuna til baka – í orðsins fyllstu merkingu! Við lækkum bjórverðið og miðum við það sem var fyrir sjö árum þegar við opnuðum fyrst. Tæmum ísskapana, klárum úr kútunum og gerum síðustu vikurnar ógleymanlegar!,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka