Eftirlýstur og grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um líkamsárás í gærkvöld eða í nótt eftir að blóðugur maður sást fyrir utan fjölbýlishús. Gerandinn fannst á staðnum og er málið til rannsóknar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls er 61 mál bókað í kerfum lögreglu á tímabilinu og gista fimm í fangageymslum.

Fimm gista í fangaklefa í morgunsárið.
Fimm gista í fangaklefa í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru handteknir við að brjótast inn í bifreið. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi og voru fluttir á lögreglustöð til vistunar.

Lögreglan handtók einn en hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og þá var hann einnig eftirlýstur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þá var tilkynnt um innbrot þar sem búið var að spenna upp glugga og fara inn í geymslu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert