Hagræðing í sameiningu þeirra stóru

Daða Má Kristóferssyni hugnast stærri sameiningar.
Daða Má Kristóferssyni hugnast stærri sameiningar. mbl.is/Eggert

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kallar eftir lifandi umræðu um sameiningu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherrann ræddi við Morgunblaðið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær, en tilefnið er að hann minntist á hagræðinguna sem í slíku fælist í umræðum á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í síðustu viku.

„Ef við erum fyrst og fremst að hugsa um það að reka hið opinbera á Íslandi á hagkvæman hátt, þá felast stóru hagræðingarmöguleikarnir í sameiningu stórra sveitarfélaga, ekki lítilla,“ segir fjármálaráðherra.

Líkt og fram hefur komið liggur fyrir frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem felur í sér lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Nái frumvarpið fram að ganga verður það verkefni ráðherra að hlutast til um sameiningu minni sveitarfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert