Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Golden Lion-black garlic singel cloves sem Dai Phat ehf. flytur inn. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað vöruna.
Ástæða innköllunar er vegna þess að það greindist í vörunni ólöglegt varnarefni, ethýlenoxíð, sem er bannað að nota í matvæli, að því er segir í tilkynningu.
Tilkynningin barst til Íslands í gegnum RASFF, evrópska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Golden Lion
Vöruheiti: Black Garlic Single Cloves
Lotunúmer: 95381
Geymsluþol: Best fyrir dags. 31.03.2027.
Framleiðsluland: Kína
Dreifingaraðili: Asian Food Group B.V.
Innflytjandi: Dai Phat Trading Inc ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Dreifing: Verslun Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14.
