Borgarráð Reykjavíkur hefur veitt heimild til að hefja annan fasa verkefnisins „Stafræn sorphirða“. Forgreiningu verkefnisins er lokið.
Verkefnið felst í innleiðingu hugbúnaðar í sorpbíla Reykjavíkurborgar sem les RFID-örflögur á sorpílátum við heimili í borginni. Með þessu verður hvert ílát tengt við heimilisfang og losun skráð með staðsetningu og tímasetningu. Nýja kerfið kemur í stað handvirkrar talningar og óskilvirkrar skráningar sem nú fer að mestu fram utan formlegra kerfa, að því er fram kemur í greinargerð þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Erfitt hafi reynst að halda utan um eignir Reykjavíkurborgar í sorptunnum. Miðað við síðustu talningu eru 66.722 ílát í borginni þannig að áætluð sorphirðugjöld samkvæmt gjaldskrá væru 2.111 milljónir á ári.
Af þeim ílátum sem eru á tveimur hjólum (minni ílát) eru áætluð sorphirðugjöld 1.786 milljónir á ári. Ógreidd sorphirðugjöld eru áætluð á bilinu 1,5-10% á ári.
Til stendur að kaupa 70 þúsund RFID-örflögur og koma þeim fyrir á sorpílátunum. Kostnaður er áætlaður 16 milljónir og verður verkefnið boðið út. Stefnt er að því að tveir menn merki 5.000 tunnur á dag.
Tengja á númer á RFID-örflögu við heimilisfang/staðsetningu. Við það fáist betri yfirsýn við hirðu og afköst vinnuflokka. Hægt verði að skipuleggja betur vinnu einstakra flokka m.t.t. stærðar hverfa, veðurs o.fl. Betra eftirlit verði með starfsfólki/verktökum og samskipti við íbúa verði auðveldari.
Sparnaður er áætlaður rúmar 40 milljónir árlega.
Áætlaður framkvæmdatími verkefnisins er frá október 2025 til mars 2026 og er heildarkostnaður 4,5 milljónir króna.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
