Örflögur settar í ruslatunnur

Borgarstarfsmenn dreifðu nýjum tunnum til íbúanna árið 2023.
Borgarstarfsmenn dreifðu nýjum tunnum til íbúanna árið 2023. mbl.is/Hákon

Borgarráð Reykjavíkur hefur veitt heimild til að hefja annan fasa verkefnisins „Stafræn sorphirða“. Forgreiningu verkefnisins er lokið.

Verkefnið felst í innleiðingu hugbúnaðar í sorpbíla Reykjavíkurborgar sem les RFID-örflögur á sorpílátum við heimili í borginni. Með þessu verður hvert ílát tengt við heimilisfang og losun skráð með staðsetningu og tímasetningu. Nýja kerfið kemur í stað handvirkrar talningar og óskilvirkrar skráningar sem nú fer að mestu fram utan formlegra kerfa, að því er fram kemur í greinargerð þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Erfitt hafi reynst að halda utan um eignir Reykjavíkurborgar í sorptunnum. Miðað við síðustu talningu eru 66.722 ílát í borginni þannig að áætluð sorphirðugjöld samkvæmt gjaldskrá væru 2.111 milljónir á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert