Öxnadalsheiði opnuð á ný

Vegurinn um Öxnadlasheiði er lokaður en stefnt er að opnun …
Vegurinn um Öxnadlasheiði er lokaður en stefnt er að opnun þegar bílar hafa verið losaðir. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Öxnadalsheiðinni var lokað fyrr í kvöld og Björgunarsveitin Súlur frá Akureyri fór á heiðina til að aðstoða þrjá til fjóra bíla sem fastir voru í fönn.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is. 

Jón Þór segir að dagurinn hafi annars verið nokkuð rólegur. Á Akranesi hafi björgunarsveit verið kölluð út vegna stillans sem hafði brotnað og björgunarsveit hafi farið í útkall í Búðardal vegna ferðamanna á húsbíl.

Uppfært klukkan 22:32

Búið er opna heiðina á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert