Tap vegna afbókana 870 milljónir

Afbókuð skemmtiferðaskip eru orðin 52 á milli áranna 2025-2027.
Afbókuð skemmtiferðaskip eru orðin 52 á milli áranna 2025-2027. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir að afbókanir skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar vegna álagningar innviðagjalda verði þess valdandi að tekjutap Grundarfjarðarhafnar og þeirra sem veita farþegum skemmtiferðaskipa þjónustu í Grundarfirði verði í það minnsta rúmlega 870 milljónir króna á árunum 2025 til 2027.

Þetta kemur fram á minnisblaði Grundarfjarðarhafnar sem sent hefur verið efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

„Afbókuð skemmtiferðaskip eru orðin 52 á milli áranna 2025-2027 sem þýðir tekjutap upp á að minnsta kosti kr. 870.285.240. Það veldur ekki síður áhyggjum að fyrir árið 2027 eru bókanir færri en á sambærilegum tíma undanfarin ár,“ segir á minnisblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert