Það sem afi minn vildi aldrei tala um

Eyþór Árnason
Eyþór Árnason

Aðsend grein úr Morgunblaðinu:

Er einhver ástæða til að rifja upp atburð sem gerðist fyrir 245 árum? Því ekki það? Fimm menn týndu lífi á Kili árið 1780. Örlög þeirra og eftirmál öll mörkuðu djúp spor hjá mörgum ættmennum þeirra allt fram til þessa dags.

Ég er að tala um Reynistaðarbræður og félaga þeirra. 28. október 1780 lögðu fimm menn af stað með fjárrekstur frá bænum Tungufelli í Hreppum í Árnessýslu og stefndu norður Kjöl. Þessir menn höfðu verið í fjárkaupaleiðangri sunnanlands vegna þess að fjárpest hafði geisað norðanlands og allt fé skorið niður. Nú voru þeir á leið til Skagafjarðar og hugsuðu sér að vera komnir eftir nokkra daga með fjárhópinn heim í hlað á Reynistað. Þangað náðu þeir aldrei. Þeir fórust allir og flestar skepnurnar, bæði hestar og kindur. Þessir fjárrekstrarmenn voru Jón Austmann, ráðsmaður á Reynistað, Bjarni og Einar Halldórssynir, bræður frá Reynistað, Sigurður Þorsteinsson frá Daufá og Guðmundur Daðason prestssonur úr Mýrdal. Leit að mönnunum hófst þegar fært varð sumarið eftir en ekkert fannst. Síðan þegar Tómas Jónsson lestarstjóri Hólastóls og félagar hans voru á norðurleið rákust þeir á fallið tjald með líkum þriggja eða fjögurra leiðangursmanna og dauðar skepnur allt í kring. Gerður var strax leiðangur að norðan með fjórar líkkistur en þegar til átti að taka voru bara tvö lík í tjaldinu. Tvær kistur komu tómar til baka. Lík bræðranna frá Reynistað var hvergi að finna. Um sumarið fannst hönd í vettlingi með fangamarki Jóns Austmanns, að sagt var, nálægt Blöndu. Rúmlega 60 árum seinna fundust bein af tveimur mönnum á Kili og var talið að nú væru komnir í leitirnar þeir tveir sem enn var saknað. Reynistaðarbræður. Þar með var málinu lokið. Fimm menn með fjárrekstur farast á fjöllum fyrir 245 árum. Ekkert meira um það að segja. Eða hvað?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert