408 börn á biðlista í borginni

Þriðjungur barnanna hefur ekki komist í frístund í haust.
Þriðjungur barnanna hefur ekki komist í frístund í haust. mbl.is/Kristinn

Illa hefur gengið að manna frístundaheimili borgarinnar í haust. Þóra Melsted, deildarstjóri barnasviðs hjá frístundamiðstöðinni Brúnni sem staðsett er í Austurmiðstöð Reykjavíkurborgar, segir að þegar litið sé til höfuðborgarinnar í heild hafi 3.516 börn fengið vistun í frístundaheimilum samkvæmt óskum, þá séu 283 börn í hlutavist og 408 börn á biðlista.

„Staðan virðist vera óvenjuslæm þetta haustið,“ segir Ólafía Lilja Sævarsdóttir, formaður foreldrafélags Ingunnarskóla í Grafarholti. Í Ingunnarskóla er búið að manna frístundaheimilið Stjörnuland fyrir 1. bekk og um miðjan september fengu börn í 2. bekk þrjá daga af fimm í viku, en 3. og 4. bekkur sitja á hakanum og eru á biðlista. Það er þriðjungur barnanna sem sóttu um vist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert