Upplýst verður í samgönguáætlun hver áform stjórnvalda eru um uppbyggingu Axarvegar sem er 19 kílómetra langur fjallvegur á milli Skriðdals og Berufjarðar. Þetta segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið, en hann kveðst munu mæla fyrir samgönguáætlun á Alþingi í lok þessa mánaðar eða í byrjun nóvember.
Íbúar í Múlaþingi eru orðnir langeygir eftir því að vegurinn um Öxi verði byggður upp með varanlegum hætti og hafa Samtök sveitarfélaga á Austurlandi ályktað alls 16 sinnum á síðustu 18 árum um nauðsyn þess að farið verði í uppbyggingu vegarins.
Verði heilsársvegur gerður um Öxi yrði stytting hringvegarins tæpir 70 kílómetrar og segir Eyjólfur að vegna vegstyttingarinnar sé talið að vegfarendur væru fúsir til að greiða veggjöld sem geti staðið undir hluta kostnaðar við uppbyggingu vegarins. Hann staðfestir að hugmyndir séu uppi um slíkt, enda sé vegurinn um Öxi ein þeirra framkvæmda sem taldar eru upp í lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir.
„Það verður fjallað um Axarveg í samgönguáætluninni, en hvar í röðinni hann verður kemur í ljós þegar ég mæli fyrir málinu á Alþingi,“ segir Eyjólfur.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
