Eftir vestan hvassviðri og storm í gær hefur vindinn lægt nokkuð en gul viðvörun er þó enn í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris og gildir hún til klukkan 9.
Í dag verður minnkaði suðvestanátt, 5-13 m/s eftir hádegi og fer að rigna, fyrst suðvestanlands. Það bætir í vindinn í kvöld og í nótt.
Á morgun verða vestan og suðvestan 5-13 m/s, en heldur hvassara austanlands í fyrstu. Það verður skýjað og stöku skúrir eða slydduél vestan til. Það fer svo að rigna á Suðurlandi síðdegis. Hitinn verður á bilinu 3 til 10 stig.
