Eityngdum börnum á Íslandi fjölgar. Mikilvægt er að veita þessari þróun athygli til að hægt sé að grípa þessi börn.
Þetta sagði María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um menntamál.
Hugtakið eityngdir nær yfir þau börn sem hvorki hafa grunn í móðurmáli sínu né íslenskunni. Börnin hafa ekki hugtakaskilning á móðurmáli sínu sem torveldar þeim að læra íslensku.
Þingmaðurinn sagðist hafa rætt við bæjarstjóra í kjördæmavikunni sem vöktu athygli á þessari stöðu. Er þróunin orðin vandamál í ákveðnum sveitarfélögum.
„Þetta eru oft börn innflytjenda sem koma hingað til þess að starfa og eru ekki að ná að vera í því málumhverfi sem íslenskan á að vera allan daginn því þau sækja ekki endilega tómstundir eða þessa mikilvægu þætti sem börnin okkar hafa aðgang að,“ sagði María Rut.
„Þetta er eitthvað sem ég held að við þurfum að varpa sérstöku kastljósi á – hvernig við grípum eityngdu börnin í samfélaginu okkar vegna þess að við vitum það að ef að við höfum ekki tungumál að þá höfum við ekki mikið.“
Guðjón E. Hreinberg:
Deyjandi málvitund
![„[E]f að við höfum ekki tungumál að þá höfum við …](https://c.arvakur.is/m2/38JsiJjln2lmz8vG1k9odOZyaLQ=/1640x1093/smart/frimg/1/59/31/1593148.jpg)