Margrét Kristín Blöndal er enn í haldi ísraelskra stjórnvalda þar sem mál hennar er til meðferðar, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins.
Finnska sendiráðið í Tel Avív er henni innan handar, en Finnar fara með borgaraþjónustufyrirsvar fyrir Ísland í Ísrael.
Margrét Kristín, eða Magga Stína, var handtekin af Ísraelsher eftir að hafa siglt með skipinu Conscience í áttina að Gasa.
Áhöfn skipsins og átta annarra báta, sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans, var stöðvuð af Ísrael á alþjóðlegu hafsvæði.
/frimg/1/60/17/1601701.jpg)