Laxness hverfur úr skólum landsins

Laufin falla af trjánum við Gljúfrastein eins og bækur Nóbelskáldsins …
Laufin falla af trjánum við Gljúfrastein eins og bækur Nóbelskáldsins af námskrám íslenskra skóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú þegar 70 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels og 90 ár frá útgáfu Sjálfstæðs fólks virðast bækur skáldsins vera á nokkuð hraðri útleið af leslistum framhaldsskóla.

Innan við þriðjungur framhaldsskólanema les nú skáldsögu eftir Laxness sem hluta af skyldunámi sínu í íslensku og þar af er Sjálfstætt fólk aðeins lesin í fjórum skólum af 29. Þetta hlutfall virðist hafa lækkað mikið á allra síðustu árum en kennarar segja orsökina vera minnkandi lesskilning, dvínandi orðaforða sem og breyttan tíðaranda.

Sambærileg þróun virðist sömuleiðis vera upp á teningnum þegar kemur að lestri Íslendingasagna. Rétt er að geta þess að í mörgum skólum þar sem engin skáldsaga eftir Halldór Laxness er lesin er enn lagt upp úr því að kynna nemendum hann í gegnum ljóð, brot úr verkum og styttri sögur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert