Lifandi manneskja er ekki vél

Morgunblaðið/Eyþór

„Að vekja athygli á geðsjúkdómum og vinna gegn fordómum gagnvart þeim er eilífðarverkefni en verkefnin breytast í takt við tímann,“ segir Pálína Björnsdóttir sem er í forsvari fyrir alþjóðageðheilbrigðsdaginn sem er á morgun, 10. október. Efnt verður til viðburða af því tilefni og dagskráin er venju samkvæmt fjölbreytt. Þegar kemur að inntakinu og boðskap dagsins er sjónum að þessu sinni sérstaklega beint að geðheilbrigði á vinnustöðum.

„Nú á tímum kemur gervigreindin sterkar inn á sífellt fleiri sviðum atvinnulífsins. Þetta verður til þess að starfsfólk þarf oft að vinna hraðar, það er að krafan um skil á verkefnum er orðin meiri en var. Að afkasta meiru á sífellt skemmri tíma er boðorðið sem gildir. Þetta er þó ekki alltaf sanngjarnt því manneskjan er lifandi vera en ekki vél eða forrit eins og gervigreindin er,“ segir Pálína sem telur gervigreindina geta virkað bæði til góðs og ills þegar kemur að líðan fólks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka