Eitt elsta svæðið í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli verður endurnýjað á næstunni. Um er að ræða komusvæði flugvallarins sem hefur að mestu verið óbreytt síðustu áratugi. Umræddar framkvæmdar eru „umtalsverðar“ og munu standa fram á næsta vor.
Á vefnum Kefplús.is kemur fram að breytingarnar hafa í för með sér tímabundið rask fyrir gesti flugvallarins og starfsfólk. Þær verða á svokölluðum tollagangi, sem er gangurinn sem flugvallargestir ganga eftir er þeir hafa sótt töskur í töskusal, og svæðinu þar fyrir framan. Anddyrið komumegin verður stækkað og um leið færist aðstaða fyrir bílaleigur og rútufyrirtæki sem eftir breytingarnar verða saman á endurhönnuðu svæði.
„Við breytingarnar stækkar jafnframt þægindavöruverslun á komusvæði verulega og munu nýir rekstraraðilar hefja rekstur seint á haustmánuðum 2025. Á meðan á enduruppbyggingu verslunarinnar stendur mun svokallaður „pop-up“-bás selja veitingar,“ segir í umfjöllun á vefnum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
