Rask í flugstöðinni fram á næsta vor

Endurgera á tollasvæðið í Leifsstöð sem farþegar ganga í gegnum …
Endurgera á tollasvæðið í Leifsstöð sem farþegar ganga í gegnum þegar þeir koma til landsins. Framkvæmdir eiga að standa fram á vor. Tölvumynd/Kefplús.is

Eitt elsta svæðið í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli verður endurnýjað á næstunni. Um er að ræða komusvæði flugvallarins sem hefur að mestu verið óbreytt síðustu áratugi. Umræddar framkvæmdar eru „umtalsverðar“ og munu standa fram á næsta vor.

Á vefnum Kefplús.is kemur fram að breytingarnar hafa í för með sér tímabundið rask fyrir gesti flugvallarins og starfsfólk. Þær verða á svokölluðum tollagangi, sem er gangurinn sem flugvallargestir ganga eftir er þeir hafa sótt töskur í töskusal, og svæðinu þar fyrir framan. Anddyrið komumegin verður stækkað og um leið færist aðstaða fyrir bílaleigur og rútufyrirtæki sem eftir breytingarnar verða saman á endurhönnuðu svæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert