Stórt svæði á Suðurlandi rafmagnslaust

Frá Vík í Mýrdal.
Frá Vík í Mýrdal. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagn hefur farið af á svæði sem nær frá Rimakoti austur að Vík. Bilunin kom upp um hádegisbil í dag, klukkan 12:07, og er unnið að því að finna orsök hennar.

Starfsmenn Rarik vinna nú að bilanaleit og stefnt er að því að rafmagn verði komið á sem fyrst, en áætlað er að truflunin vari til klukkan 14:07 samkvæmt tilkynningu á vef Rarik.

Fólk á svæðinu er hvatt til að hafa samband við stjórnstöð Rarik í síma 528-9000 ef það hefur upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleitina.

Kort sem sýnir svæðið sem talið er vera undir áhrifum rafmagnsbilunarinnar má finna á vef Rarik.

Uppfært klukkan 15:00

Samkvæmt vef Landsnets, sem sér um flutningskerfi raforku á svæðinu, er rafmagn komið á aftur og selta sögð orsökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert