Þang hreinsað af göngustígum í allan dag

Brim gekk á land í óveðri gærdagsins.
Brim gekk á land í óveðri gærdagsins. mbl.is/Eyþór

Starfsfólk skrifstofu borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg hefur hreinsað grjót og þang af vegum og göngustígum frá því í morgun eftir að brim gekk á land í óveðri gærdagsins.

Að sögn Ingu Rúnar Sigurðardóttur, sérfræðings í samskiptum og miðlun hjá Reykjavíkurborg, var versta ástandið í kringum Sólfarið niðri í miðbæ og úti á Laugarnesi.

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, á gangi meðfram sjónum …
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, á gangi meðfram sjónum í Vesturnænum í gær. mbl.is/Eyþór

Hreinsunarvinnunni sé að ljúka en töluvert hafi verið þar af grjóti og þangi.

Inga segir ástandið einnig hafa verið slæmt á strandlengjunni við Ægisíðuna en þar sé stígurinn lengra frá sjónum.

Að sögn Ingu var versta ástandið í kringum Sólfarið niðri …
Að sögn Ingu var versta ástandið í kringum Sólfarið niðri í miðbæ og úti á Laugarnesi. mbl.is/Hákon Pálsson
Brim gekk á land meðfram sjávargarðinum við Ánanaust í gær.
Brim gekk á land meðfram sjávargarðinum við Ánanaust í gær. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert