Viðreisn stillir upp í Garðabæ

Tinna Borg Arnfinnsdóttir er formaður Viðreisnar í Garðabæ.
Tinna Borg Arnfinnsdóttir er formaður Viðreisnar í Garðabæ. Samsett mynd

Viðreisn í Garðabæ ákvað einróma á félagsfundi sínum á þriðjudag að uppstilling verði notuð til að raða á lista í komandi sveitarstjórnarkosningum, þann 16. maí 2026.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn en þetta verður í annað sinn sem Viðreisn býður fram lista til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ.

Haft er eftir Tinnu Borg Arnfinnsdóttur, formanni Viðreisnar í Garðabæ, að mikil tækifæri séu fyrir flokkinn í sveitarfélaginu en þau felist meðal annars í því að tryggja að hagsmunir bæjarbúa komi alltaf framar sérhagsmunum og staða fjölskyldufólks verði styrkt í bæjarfélaginu.

Stjórn Viðreisnar í Garðabæ hefur þegar óskað eftir framboðum en framboðsfrestur er til 31. október 2025. Boðað verður til félagsfundar þar sem kosið verður í uppstillingarnefnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert