85 milljörðum ráðstafað á 4 árum

Á fjögurra ára tímabili hefur úttekt úr séreignasparnaði vegna almennu …
Á fjögurra ára tímabili hefur úttekt úr séreignasparnaði vegna almennu heimildarinnar numið alls 53,9 milljörðum króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eigendur séreignarsparnaðar hafa notfært sér heimild til að ráðstafa 85 milljörðum af séreignarsparnaði sínum inn á fasteignalán og vegna kaupa á fyrstu íbúð á síðastliðnum fjórum árum.

Þessar upplýsingar koma fram á minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem fjárlaganefnd óskaði eftir frá ráðuneytinu um árlega ráðstöfun séreignasparnaðar inn á fasteignalán.

29,4 milljörðum ráðstafað vegna kaupa á fyrstu fasteign

Fram kemur að á árunum 2021 til 2024 hefur úttekt úr séreignarsparnaði vegna kaupa á fyrstu fasteign numið samtals 29,4 milljörðum króna. Í fyrra voru t.a.m. rúmlega 2,8 milljarðar af uppsöfnuðum séreignarsparnaði teknir út vegna fyrstu fasteignakaupa og ríflega 5,8 milljarðar voru nýttir til innborgunar á höfuðstól.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert