Eigendur séreignarsparnaðar hafa notfært sér heimild til að ráðstafa 85 milljörðum af séreignarsparnaði sínum inn á fasteignalán og vegna kaupa á fyrstu íbúð á síðastliðnum fjórum árum.
Þessar upplýsingar koma fram á minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem fjárlaganefnd óskaði eftir frá ráðuneytinu um árlega ráðstöfun séreignasparnaðar inn á fasteignalán.
Fram kemur að á árunum 2021 til 2024 hefur úttekt úr séreignarsparnaði vegna kaupa á fyrstu fasteign numið samtals 29,4 milljörðum króna. Í fyrra voru t.a.m. rúmlega 2,8 milljarðar af uppsöfnuðum séreignarsparnaði teknir út vegna fyrstu fasteignakaupa og ríflega 5,8 milljarðar voru nýttir til innborgunar á höfuðstól.
Einnig eru birtar upplýsingar um útgreiðslur séreignarsparnaðar vegna almennu heimildarinnar til innborgunar á höfuðstól fasteignalána og hins vegar til úttektar á uppsöfnuðum séreignarsparnaði til greiðslu inn á höfuðstól fasteignalána.
„Á fjögurra ára tímabili hefur úttekt úr séreignasparnaði vegna almennu heimildarinnar numið alls 53,9 [milljörðum króna],“ segir á minnisblaði ráðuneytisins.
Lagt er mat á tekjutap hins opinbera vegna úrræðanna en bent á að eftirgjöf af tekjuskatti komi ekki fram fyrr en í framtíðinni. Á seinustu fjórum árum hafi eftirgjöf tekjuskatts og útsvars vegna ráðstöfunar eigenda séreignarsparnaðar kostað ríkissjóð og sveitarfélög ríflega 33 milljarða kr.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
