Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlagða matsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur um vindorkugarð við Dyraveg í Ölfusi. Í áliti stofnunarinnar er tekið á ýmsum þáttum sem snúa að flugumferð, en á Sandskeiði og Hólmsheiði eru flugvellir og þar getur flug farið niður í 150 m hæð.
Skipulagsstofnun telur að til að tryggja að nýting vindorku á svæðinu skerði ekki öryggi flugumferðar verði þessi mál skoðuð í samráði við Isavia og eftir atvikum flugrekendur á svæðinu.
Í umsögn Flugfélagsins Geirfugls ehf. kemur fram að tilkoma vindorkugarðs á þessu svæði muni eyðileggja eitt helsta æfingasvæði kennslu- og einkaflugs á suðvesturhorni landsins. Þar kemur fram að vindorkugarðurinn er innan skipulagðs æfingasvæðis fyrir flug sem er skilgreint æfingasvæði fyrir kennslu- og einkaflug.
Um sé að ræða helsta æfingasvæði flugskóla á suðvesturhorninu og við æfingar þar þurfi flugvélar að halda sig undir efri mörkum svæðisins til að forðast að fljúga inn í stjórnað loftrými en jafnframt gera ýmsar æfingar sem krefjast svigrúms til töluverðrar lækkunar í hæð á sama tíma og fyllsta öryggis er gætt varðandi hindranir.
„Innan æfingasvæðisins er jafnframt loftrými í kringum flugvöllinn á Sandskeiði en þar fara fram lendingaræfingar, auk þess sem Svifflugfélag Íslands rekur sína starfsemi á Sandskeiði. Almennt fara því aðrar æfingar en lendingaræfingar fram yfir og í næsta nágrenni við það svæði sem afmarkað hefur verið í hugmyndum um vindorkugarð við Dyraveg,“ segir m.a. í umsögn flugfélagsins.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
