Á móti vindmyllum Orkuveitunnar

Flugmenn telja vindorkugarð eyðileggja æfingasvæði.
Flugmenn telja vindorkugarð eyðileggja æfingasvæði. mbl.is/Árni Sæberg

Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlagða matsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur um vindorkugarð við Dyraveg í Ölfusi. Í áliti stofnunarinnar er tekið á ýmsum þáttum sem snúa að flugumferð, en á Sandskeiði og Hólmsheiði eru flugvellir og þar getur flug farið niður í 150 m hæð.

Skipulagsstofnun telur að til að tryggja að nýting vindorku á svæðinu skerði ekki öryggi flugumferðar verði þessi mál skoðuð í samráði við Isavia og eftir atvikum flugrekendur á svæðinu.

Í umsögn Flugfélagsins Geirfugls ehf. kemur fram að tilkoma vindorkugarðs á þessu svæði muni eyðileggja eitt helsta æfingasvæði kennslu- og einkaflugs á suðvesturhorni landsins. Þar kemur fram að vindorkugarðurinn er innan skipulagðs æfingasvæðis fyrir flug sem er skilgreint æfingasvæði fyrir kennslu- og einkaflug.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert