Áhætta á brúnni verði metin

Fossvogsbrú á að tengja Reykjavík og Kópavog og er aðeins …
Fossvogsbrú á að tengja Reykjavík og Kópavog og er aðeins ætluð borgarlínu, gangandi og hjólandi umferð. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga um að ráðist verði í áhættumat vegna fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar var lögð fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar sl. miðvikudag. Er þar lagt til að metin verði áhætta gangandi og hjólandi vegfarenda á brúnni með tilliti til vindafars.

Þá verði einnig metin sú áhætta sem brúin kann að hafa í för með sér fyrir siglingastarfsemi í Fossvogi, einkum vegna þeirrar hættu að bátar sogist undir brúna, í straumum sem þar myndist í sjávarföllum.

Það var Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem lagði fram tillöguna, en afgreiðslu hennar var frestað til næsta fundar ráðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert