Beint: Friðarráðstefna Höfða

Árleg friðarráðstefna Höfða, friðarseturs Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, er haldin í dag kl. 10-17 í Veröld – húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.

Fram kemur í tilkynningu frá Alþjóðamálastofnun HÍ að á tímum vaxandi einræðishneigðar, hnignunar lýðræðis og bakslags í mannréttindum – þar á meðal kynjajafnrétti og réttindum LGBTQI+ fólks – sé brýnt að beina sjónum að því hvernig slík þróun grafu undan grundvallarforsendum friðaruppbyggingar. Þegar réttindi einstaklinga séu skert og jaðarhópar sæti kerfisbundinni mismunun, veikist traust, félagsleg samheldni og lýðræðisleg þátttaka. Vernd mannréttinda sé því forsenda varanlegs og réttláts friðar.

Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinu streymi hér fyrir neðan.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru meðal annarra:

  • Varsen Aghabekian Shaheen, utanríkisráðherra Palestínu.
  • Vladimir Kara-Murza, rússneskur blaðamaður og lýðræðissinni sem hefur verið fangelsaður fyrir opinskáa andstöðu sína við einræðishætti.
  • Nazanin Boniadi, leikkona og mannréttindafrömuður sem berst fyrir réttindum kvenna og tjáningarfrelsi í Íran og víðar.
  • Jessica Stern, fyrrverandi sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum LGBTQI+ fólks og fræðimaður við Carr-Ryan Center for Human Rights við Harvard Kennedy School.

Dagskrá og nánari upplýsingar má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert