„Beita öllum tiltækum ráðum“

135 fulltrúar 18 aðildarfélaga eiga seturétt á þinginu.
135 fulltrúar 18 aðildarfélaga eiga seturétt á þinginu. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Fram kemur hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna framlaga til jöfnunar á örorkubyrði í drögum að ályktun um lífeyrismál sem er til umfjöllunar á yfirstandandi þingi Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið er á Akureyri. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á framlagið að falla niður að fullu á næsta ári.

„Þing SGS krefst þess að framvegis verði tryggt að framlag til jöfnunar á örorkubyrði dugi til að verkamannasjóðirnir standi jafnfætis öðrum sjóðum að meðaltali. Allt samtal um „lagfæringu“ á kerfinu kemur ekki til greina fyrr en framlag til jöfnunar á örorkubyrði milli lífeyrissjóða hefur verið tryggt að fullu. Verði það ekki gert mun SGS krefjast þess að ríkið taki örorkuþáttinn alfarið yfir til sín,“ segir í ályktunardrögunum sem afgreiða á í dag, á lokadegi þingsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert