Fram kemur hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna framlaga til jöfnunar á örorkubyrði í drögum að ályktun um lífeyrismál sem er til umfjöllunar á yfirstandandi þingi Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið er á Akureyri. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á framlagið að falla niður að fullu á næsta ári.
„Þing SGS krefst þess að framvegis verði tryggt að framlag til jöfnunar á örorkubyrði dugi til að verkamannasjóðirnir standi jafnfætis öðrum sjóðum að meðaltali. Allt samtal um „lagfæringu“ á kerfinu kemur ekki til greina fyrr en framlag til jöfnunar á örorkubyrði milli lífeyrissjóða hefur verið tryggt að fullu. Verði það ekki gert mun SGS krefjast þess að ríkið taki örorkuþáttinn alfarið yfir til sín,“ segir í ályktunardrögunum sem afgreiða á í dag, á lokadegi þingsins.
Enn fremur segir að þing SGS muni „beita öllum tiltækum ráðum til að berjast fyrir réttlæti til handa verkafólki og mun aldrei sætta sig við annað en að verkamannasjóðirnir standi jafnfætis öðrum sjóðum.
Við spyrjum: Ætlar ríkisstjórn sem kennir sig við réttlæti, félagshyggju og jafnaðarmennsku að viðhalda því að áfram verði níðst á þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi?“ segir þar.
Í setningarræðu sinni fjallaði Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, einnig um lífeyrismálið og sagði það eitt miskunnarlausasta óréttlæti sem íslenskt verkafólk hefði staðið frammi fyrir. „Krafa SGS er skýr. Ríkið skal standa við samkomulagið frá árinu 2005 um framlag til jöfnunar á örorkubyrði milli sjóðanna. En í dag vantar verkamannasjóðina 10 milljarða króna á ári til að geta staðið jafnfætis öðrum sjóðum,“ sagði hann.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
