„Vegagerðin er ekki að tala um það sem ég er að tala um,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er Morgunblaðið innir hann eftir viðhorfum gagnvart sjónarmiðum Vegagerðarinnar um brú fremur en göng við gerð nýrrar Sundabrautar sem tíunduð eru í umhverfismatsskýrslu sem væntanleg er frá Skipulagsstofnun.
„Göngin sem Vegagerðin er að tala um fara niður á sama stað og koma upp á sama stað en þarna er bara verið að tala um göng frá Gunnunesi að Skarfabakka,“ segir þingmaðurinn og segir um allt aðra framkvæmd að ræða. „Þeir [Vegagerðin] láta í þessu eins og þær áskoranir sem augljóslega eru uppi séu bara ekki til og eru ekkert að tala um sömu göng,“ heldur Guðlaugur Þór áfram.
Einhver verði að svara því hvernig Sæbrautin, sem beri ekki þá umferð sem nú fer um hana, geti borið meiri umferð. „Það eru margir gallar við að setja tvær hraðbrautir gegnum eitt hverfi,“ segir hann, „þú verður að hleypa Mosfellingum, fólki í Úlfarsárdal og fólki í Grafarholti í Sundatenginguna og þú gerir það ekki öðruvísi en að gera það sem sagt er að ekki verði gert – að tvöfalda Hallsveginn eða leggja aðra umferðaræð í gegnum Grafarvoginn.“
Sú umferðaræð muni þvera Geldinganes sem rýri mjög verðgildi þess og lífsgæði þeirra sem þar eigi að búa. „Þetta svæði er á stærð við Seltjarnarnes og ég held að allir átti sig á því að Seltirningar yrðu ekkert rosalega ánægðir með að fá hraðbraut í gegn hjá sér. Þegar Vegagerðin er að segja að hún vilji ekki göng er hún að tala um allt önnur göng, hún er bara að tala um þverunina frá Gufunesi yfir í Sundahöfn,“ útskýrir Guðlaugur Þór Þórðarson að lokum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
