Eru að tala um allt önnur göng

Guðlaugur segir Vegagerðina fara gangavillt.
Guðlaugur segir Vegagerðina fara gangavillt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Vegagerðin er ekki að tala um það sem ég er að tala um,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er Morgunblaðið innir hann eftir viðhorfum gagnvart sjónarmiðum Vegagerðarinnar um brú fremur en göng við gerð nýrrar Sundabrautar sem tíunduð eru í umhverfismatsskýrslu sem væntanleg er frá Skipulagsstofnun.

„Göngin sem Vegagerðin er að tala um fara niður á sama stað og koma upp á sama stað en þarna er bara verið að tala um göng frá Gunnunesi að Skarfabakka,“ segir þingmaðurinn og segir um allt aðra framkvæmd að ræða. „Þeir [Vegagerðin] láta í þessu eins og þær áskoranir sem augljóslega eru uppi séu bara ekki til og eru ekkert að tala um sömu göng,“ heldur Guðlaugur Þór áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert