Flugrekendur standi í skilum

Reglugerð var sett til að tryggja að ekki verði flogið …
Reglugerð var sett til að tryggja að ekki verði flogið frá skuldum. mbl.is/Unnur Karen

„Reglugerðin á ekki að hafa áhrif á flugrekendur í fullum rekstri, en frumreglan í öllum rekstri er að fyrirtæki geri upp skuldir sínar. Það er líka grundvallarregla að gjöld vegna notkunar loftfara á flugvöllum og flugumsjón verði gerð upp,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Viðbragða hans var leitað við þeim ummælum Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair í Morgunblaðinu, sl. miðvikudag, að nýsett reglugerð ráðherrans um að ekki megi afskrá flugvélar úr íslenskri loftfaraskrá, fyrr en gert hafi verið upp við Isavia, væri vanhugsuð og gæti haft alvarleg áhrif á rekstur Icelandair. Leigusalar flugvéla hefðu sett sig í samband við félagið og bent á að hin nýja reglugerð gæti falið í sér aukna áhættu í viðskiptum við íslenska flugrekendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert