Búið er að taka út tvær akreinar á Lækjargötu við gatnamót Vonarstrætis. Þrengingin er afmörkuð með hvítum strikum yfir hægri akrein við Lækjargötu 12 og sams konar afmörkun frá umferðareyju sem tekur vinstri akrein af Lækjargötu til norðurs.
Einnig er búið að afmarka með sömu merkingu rútustæði við Mæðragarðinn milli Lækjargötu og Laufásvegar. Ástæða framkvæmdarinnar er banaslys sem varð á gatnamótunum 13. september 2023.
Niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa á slysinu er sú að ökumaðurinn sem lést hafi verið óhæfur til aksturs sökum áhrifa örvandi fíkniefnis. Hann virti ekki biðskyldu og ók í veg fyrir vinnuvél sem ekið var suður Lækjargötu. Strætisvagn samhliða vinnuvélinni byrgði ökumanni sendibifreiðarinnar sýn.
Rétt fyrir slysið lyftust gafflar vinnuvélarinnar hratt upp að framan. Nefndin ályktar að ökumaðurinn hafi óafvitandi ýtt til stýripinna bómunnar, með þeim afleiðingum að gafflarnir lyftust upp. Vinnuvélin var ekki skráð í ökutækjaskrá og er óheimilt að aka óskráðum vinnuvélum án skráningarmerkja í almennri umferð. Vinnuvélin átti því ekki að vera í akstri í almennri umferð heldur flutt á milli vinnustaða með öðrum hætti. Ökumaður vinnuvélarinnar greindist með slævandi lyf í blóði í ráðlögðum skammti.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
