Gert að borga skatt vegna bílakaupa

Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar að fyrirtækið keypti árið 2017 …
Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar að fyrirtækið keypti árið 2017 nýjan Range Rover sem þá kostaði 20 milljónir. Fyrirtækið keypti 85% hlut í bílnum fyrir 17 milljónir en þáverandi forstjóri 15% fyrir 3 milljónir. Ljósmynd/Unsplash

Yfirskattanefnd hefur staðfest að færa eigi manni til tekna mismun á kaupverði bíls, sem hann keypti af fyrirtæki sem hann hafði veitt forstöðu, og markaðsverði á sam­bærilegum bíl.

Ríkisskattstjóri hafði upphaflega fært manninum til tekna tæpar 4 milljónir króna vegna bílaviðskiptanna en yfirskattanefnd lækkaði þá upphæð í tæpar 2,8 milljónir.

Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar að fyrirtækið keypti árið 2017 nýjan Range Rover sem þá kostaði 20 milljónir. Fyrirtækið keypti 85% hlut í bílnum fyrir 17 milljónir en þáverandi forstjóri 15% fyrir 3 milljónir.

Ári síðar lét forstjórinn af störfum og var í tengslum við starfslokin boðið að kaupa hlut fyrirtækisins í bílnum fyrir tæpar 9,9 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert