Allir áskrifendur Morgunblaðsins, núverandi og nýir, fá ótakmarkaðan aðgang að The New York Times í tólf mánuði. Það hefur því aldrei falist meiri ávinningur í því að vera áskrifandi að Morgunblaðinu, sem flytur landsmönnum öllum traustar fréttir upp á hvern einasta dag.
„Það hefur aldrei verið mikilvægara að vera í áskrift að traustum fjölmiðlum en er í dag þegar vefurinn er fullur af alls kyns röngum upplýsingum og spuna. Þess vegna finnst okkur sérstaklega ánægjulegt að geta boðið áskrifendum Morgunblaðsins upp á þessa viðbót,“ segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins. „Ávinningur að áskrift að Morgunblaðinu hefur því aldrei verið meiri en einmitt núna; traustar fréttir inn um lúguna daglega ásamt öllu efninu sem finna má á mbl.is og Mogga-appinu, og núna The New York Times.“
The New York Times er einn virtasti fjölmiðill heims, þekktur fyrir fréttaflutning á heimsvísu og þar má njóta alls sem boðið er upp á, hvort sem er á vefnum eða í appinu. Til að mynda býður The Athletic upp á sérsniðna og ítarlega umfjöllun um íþróttir þar sem fjallað er um úrslit leikja, spilatækni, félög og menninguna í kringum íþróttir af einni stærstu íþróttafréttastöð heims. Umfjöllunin um enska boltann er til að mynda einstök þar. Þá má finna þúsundir einfaldra og ljúffengra uppskrifta, leiðbeiningar frá virtum matarblaðamönnum og fleira áhugavert á Cooking. Þetta er eingöngu brotabrot af því sem má finna á The New York Times.
Því fyrr sem þú gerist áskrifandi Morgunblaðsins því meira færðu að njóta en ávinningur þess að vera áskrifandi er margþættur. Í fullri áskrift að Morgunblaðinu er margt innifalið og þar ber helst að nefna Morgunblaðið inn um póstlúguna á hverjum degi ásamt aðgangi að öllu á vefsvæðinu mbl.is og Mogga-appinu.
Hver áskrifandi að Morgunblaðinu á kost á einni ókeypis vefáskrift að New York Times í eitt ár. Ýtið hér til að virkja hana.
Full áskrift að Morgunblaðinu er hér.