Kviknaði í poka á eldavél

Slökkvilið landsins eru til reiðu allan sólarhringinn allan ársins hring …
Slökkvilið landsins eru til reiðu allan sólarhringinn allan ársins hring komi eldur upp á heimilum eða í fyrirtækjum. Betur fór en á horfðist í kvöld þegar bílar voru kallaðir út frá öllum stöðvum höfuðborgarsvæðisins og talið að kviknað væri í íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Í ljós kom að þar hafði kviknað í poka á eldavél. mbl.is/Jón Pétur

Slökkviliðsbifreiðar af öllum stöðvum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu héldu í útkall í kvöld þar sem talið var að kviknað væri í íbúð í miðbæ Reykjavíkur, eftir því sem Helgi Hjörleifsson aðstoðarvarðstjóri segir mbl.is frá.

Svo reyndist þó ekki vera heldur hafði kviknað í poka sem lá ofan á eldavél. „Í ljós kom að eldurinn hafði verið slökktur þegar lögregla mætti á staðinn svo við afboðuðum alla bíla nema einn sem fór á vettvang og reykræsti íbúðina, þar inni var reykjarslæða í lofti,“ segir aðstoðarvarðstjórinn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert