Leggið tímanlega af stað

Isavia, Vegagerðin og Malbikunarstöðin Höfði biðja vegfarendur þá um að …
Isavia, Vegagerðin og Malbikunarstöðin Höfði biðja vegfarendur þá um að sýna tillitssemi og aka varlega við framkvæmdasvæðið. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Eyþór

Vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á Reykjanesbraut á morgun, laugardag, verður umferð að Keflavíkurflugvelli beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ.

Leiðirnar verða merktar á staðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Framkvæmdirnar fara fram milli klukkan 9 og 17 á milli hringtorgs við Fitjar og að Rósaselstorgi við Garðsskagaveg.

Gerið viðeigandi ráðstafanir

Farþegar, sem eiga leið til og frá Keflavíkurflugvelli á þessum tíma, eru hvattir til að leggja tímanlega af stað, kynna sér fyrir fram breytingar á umferð og gera viðeigandi ráðstafanir í ferðaáætlunum sínum.

Isavia, Vegagerðin og Malbikunarstöðin Höfði biðja vegfarendur þá um að sýna tillitssemi og aka varlega við framkvæmdasvæðið.

Farþegum er bent á að fylgjast með framkvæmdum á umferdin.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert