Lögregla lokaði Café Adesso í Smáralind í dag. Að sögn sjónarvotts gengu nokkrir lögregluþjónar þangað inn um hádegisbil og þurftu viðskiptavinir að yfirgefa staðinn.
Samkvæmt heimildum mbl.is fór lögregla einnig í gær á kaffihúsið, lokaði því og innsiglaði.
Það innsigli mun svo hafa verið rofið í gærkvöldi og staðurinn opnaður að nýju.
Lögreglan lokaði því staðnum aftur í dag, en samkvæmt heimildum mbl.is er lokunin að beiðni Skattsins.
Ekki hefur náðst í nýja eigendur staðarins sem tóku við rekstrinum fyrir tæpu ári.

