Sóknargjöldin eru áfram skert

Sótt er að söfnuðum. Áskirkja í Laugarási í Reykjavík.
Sótt er að söfnuðum. Áskirkja í Laugarási í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Þjóðkirkjan gagnrýnir harðlega í umsögn til Alþingis um bandorm fjárlagafrumvarps að hún fái ekki þau sóknargjöld sem ríkið innheimtir og á lögum samkvæmt að skila söfnuðum landsins. Á næsta ári er lagt til að ríkið skili söfnuðunum 1.133 kr. á mánuði enda þótt gjaldið sé 2.765 kr. á mánuði.

Skerðing nálgast því að vera 60% á hvert sóknarbarn. Skerðingartillagan er óviðunandi, segir í umsögn kirkjuþings. „Það gengur vart að ríkisvaldið gangi fram gagnvart þjóðkirkjufólkinu í landinu með þeim hætti sem birtist í frumvarpinu. Tillögu þar um er hér með andmælt harðlega.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert