Þjóðkirkjan gagnrýnir harðlega í umsögn til Alþingis um bandorm fjárlagafrumvarps að hún fái ekki þau sóknargjöld sem ríkið innheimtir og á lögum samkvæmt að skila söfnuðum landsins. Á næsta ári er lagt til að ríkið skili söfnuðunum 1.133 kr. á mánuði enda þótt gjaldið sé 2.765 kr. á mánuði.
Skerðing nálgast því að vera 60% á hvert sóknarbarn. Skerðingartillagan er óviðunandi, segir í umsögn kirkjuþings. „Það gengur vart að ríkisvaldið gangi fram gagnvart þjóðkirkjufólkinu í landinu með þeim hætti sem birtist í frumvarpinu. Tillögu þar um er hér með andmælt harðlega.“
Minnt er á að dómsmálaráðherra hafi á síðasta ári skipað starfshóp sem skuli endurskoða fyrirkomulag sóknargjalda. Óeðlilegt sé að skerða sóknargjöld enn meira að raungildi frá því sem er nú, meðan starfshópurinn er að störfum. Skorað er því á efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að leggja til þá breytingu á fjárhæð í frumvarpi, að sóknargjald verði eins og lög frá árinu 1997 bjóða, það er 2.765 kr. á mánuði.
Sóknargjöld eru ákveðin samkvæmt lögum frá árinu 1987. Áratug síðar, það er 1997, átti gjaldið að vera 400,24 kr. á einstakling á mánuði og svo framreiknað þaðan í frá fyrir hvert almanaksár. Frá þessu hafi verið vikið árið 2009; með árlegum lagafyrirmælum.
Fyrir yfirstandandi ár, þ.e. 2025, er ríkið að skila söfnuðunum 1.133 kr. á mánuði. Gjaldið ætti að nema 2.310 kr. á mánuði. Skerðingin nú sé því 50% og verði enn meiri á nýju ári haldi fram sem horfir.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
/frimg/1/60/24/1602435.jpg)