Vara við miklum framkvæmdum á Reykjanesbraut á morgun

Lögreglan varar við þungri umferð.
Lögreglan varar við þungri umferð.

Umfangsmiklar vegaframkvæmdir verða á Reykjanesbraut, ofan við Reykjanesbæ, á morgun.

Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að öllum farþegum og starfsfólki Keflavíkurflugvallar verði beint í gegnum hjáleið um Reykjanesbæ frá klukkan átta að morgni til klukkan fimm síðdegis.

Lögreglan varar við þungri umferð í bænum og hvetur íbúa til að gefa sér meiri tíma til að ferðast innanbæjar.

Hjáleiðir verða að mestu um Njarðarbraut, Þjóðbraut, Aðalgötu og Heiðarenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert