Vind lægir með morgninum og spáin gerir ráð fyrir suðvestan átt 3-10 m/s síðdegis með súld eða rigningu sunnanlands en fyrir norðan verða smáskúrir. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig.
Á morgun verða suðaustan og sunnan 5-10 m/s með súld eða rigningu en þurrt verður fram eftir degi um landið norðaustanvert. Það bætir í vindinn annað kvöld. Veður fer hlýnandi og verður hitinn 5 til 12 stig síðdegis.
