Vilja geta refsað kaupendum IPTV

Um 30 prósent heimila hér eru með áskrift að IPTV-efnisveitum.
Um 30 prósent heimila hér eru með áskrift að IPTV-efnisveitum. Ljósmynd/Andrey Matveev/Unsplash

„Ástandið er enn mjög slæmt. Við höfum verið í aðgerðum og munum halda þeim áfram en harðari refsingar myndu klárlega hjálpa til við að fæla fólk frá þessu,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri miðla og efnisveitna hjá Sýn.

Afar erfiðlega gengur að sporna við ólöglegu niðurhali hér á landi sem virðist halda áfram að aukast. Bæði er þar um að ræða svokallað IPTV, ólöglega sjónvarpsþjónustu sem margir nýta til að horfa á íþróttaefni, og deilisíður og svokallað Plex þar sem hægt er að nálgast sjónvarpsþætti og bíómyndir.

Áætlað er að ríflega 30 prósent heimila hér á landi séu með áskrift að IPTV-efnisveitum sem dreifa ólöglegum aðgangi að sjónvarpsstöðvum um allan heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert