Beint: Ræða Sigmundar Davíðs

Oddvitar Miðflokksins í kjördæmum landsins, Karl Gauti Hjaltason, Ingibjörg Davíðsdóttir, …
Oddvitar Miðflokksins í kjördæmum landsins, Karl Gauti Hjaltason, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Andersen, Bergþór Ólason og Snorri Másson. mbl.is/Ólafur Árdal

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur ræðu á 5. landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hóteli klukkan 13 í dag.

Hægt að fylgjast með Sigmundi flytja ræðu sína í spilaranum hér að neðan.

"

Þétt dagskrá

Þingið var sett í morgun með ávarpi formanns. Fyrir hádegi í dag voru tillögur um breytingar á lögum flokksins ræddar og kynning fór fram á ályktunum frá málefnanefnd og skipulagi málefnastarfs áður en málefnastarfið sjálft hófst.

Eftir hádegið og ræðu formanns verða velferðar- og menntaviðurkenningar afhentar til minningar um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, alþingismann Miðflokksins.

Málefnastarf mun þá halda áfram fram að kaffihléi en að því loknu verða almennar umræður og svo þinghlé áður en gestir landsþings halda til kvölddagskrár; fordrykkjar og kvöldverðarhófs.

Bergþór, Ingibjörg og Snorri berjast

Landsþingið heldur áfram á morgun með afgreiðslu lagabreytinga og málefnaályktana, kosningu formanns og svo kynningum frambjóðenda og kosningu varaformanns og tveggja stjórnarmanna og kosningu í nefndir.

Þrír þingmenn hafa gefið kost á sér til varaformennsku. Þau Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson.

Eftir hádegi á morgun verða sveitarstjórnarmál á dagskrá og svo almennar umræður og umræður um önnur mál.

Landsþinginu verður svo slitið samkvæmt dagskrá klukkan 14.30 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert