Er íslenskt samfélag barnvænt?

Salvör Nordal
Salvör Nordal mbl.is/Hari

Aðsend grein úr Morgunblaðinu:
Á síðustu mánuðum hafa ítrekað borist fréttir um þann mikla vanda sem ríkir í málefnum barna. Um nokkurn tíma hefur ríkt neyðarástand í barnaverndarmálum, barnaverndartilkynningum fjölgar og líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið hafa foreldrar í einhverjum tilvikum farið með börn sín til útlanda til að nálgast sérhæfða meðferð. Bið fyrir þau börn sem þurfa sérhæfða þjónustu heldur áfram að lengjast, eins og kemur fram í síðustu samantekt embættisins, og dæmi eru um að heildarbiðtími barns eftir ADHD-greiningu sé fjögur ár. Það hefur óumflýjanlega mikil áhrif á þroska barna ef þau þurfa að bíða stóran hluta af sinni grunnskólagöngu eftir greiningu eða heilbrigðisþjónustu. Þetta eru mikilvæg mótunarár þar sem félagsþroski, námsgeta og sjálfsmynd barnsins er að mótast. Ljóst er að staðan er grafalvarleg og mikilvægt að stjórnvöld setji þennan málaflokk í algjöran forgang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert