Lottópotturinn enn stærri í næstu viku

Tveir miðahafar skiptu með sér bónusvinningi kvöldsins.
Tveir miðahafar skiptu með sér bónusvinningi kvöldsins. mbl.is/Karítas

Rúmlega 122 milljóna króna Lottóvinningur gekk ekki út í kvöld og verður potturinn því sjöfaldur í næstu viku. 

Tveir skiptu með sér bónusvinningnum. Annar keypti miðann á lotto.is en hinn í appinu. Hvor vinningshafi fær rúmlega 620 þúsund krónur í sinn hlut.

Enginn var með 1. vinning í Jóker en átta miðahafar nældu sér í 2. vinning sem nemur 125 þúsund krónum. 

Einn miðinn var keyptur í Olís á Selfossi, einn í Mini Market við Smiðjuveg í Kópavogi, þrír eru í áskrift og þrír voru keyptir á heimasíðunni okkar lotto.is.

Alls hlutu 12.406 manns vinning í þessum útdrætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert