Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, er kominn til Amsterdam eftir að hafa losnað úr haldi Ísraelshers.
Aðspurð segir dóttir hennar, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, að hún hafi komið með flugi frá Istanbúl seint í gærkvöldi og að hún muni dvelja hjá henni í Amsterdam næstu daga. Magga Stína gefur ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Hún var handtekin af Ísraelsher eftir að hafa siglt með skipinu Conscience í áttina að Gasasvæðinu.
Áhöfn skipsins og átta annarra báta, sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans, var stöðvuð af Ísrael á alþjóðlegu hafsvæði.
/frimg/1/60/17/1601701.jpg)