Í dag var opnuð ný klifuraðstaða á Akureyri, 600Klifur. Aðstaðan hefur verið í smíðum allt síðastliðið ár en að baki verkefninu stendur fjallafyrirtækið 600Norður, sem hefur einsett sér að ýta undir vöxt fjallamenningar á Norðurlandi.
Í húsnæði 600Klifur er aðstaða fyrir grjótglímu, stór afmarkaður fjölskyldusalur, línuklifur með átta og tólf metra háum veggjum ásamt líkamsræktaraðstöðu og búningsklefum.
Í tilkynningu segir að um helgina hafi stórt markmið náðst: Að færa klifrurum landsins nýtt viðmið í klifuraðstöðu að evrópskri fyrirmynd.