Seldu skika úr sundlaugartúni

Sundlaugartúnið við Vesturbæjarlaug.
Sundlaugartúnið við Vesturbæjarlaug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að stækka lóðina á Einimel 22 og selja hana til eiganda viðkomandi fasteignar, en tillaga þessa efnis var afgreidd á fundi borgarráðs sl. fimmtudag. Um er að ræða 79 fermetra landskika á sundlaugartúninu við Vesturbæjarlaug og er söluverðið ríflega 5,3 milljónir króna.

Í bókun Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu málsins segir að með samþykkt tillögunnar haldi borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri-grænna áfram á þeirri braut að selja skika úr sundlaugartúninu við Vesturbæjarlaug til einkaaðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert