Skattfé að talsverðu leyti í launakostnað

Í lok september tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, að hún hefði ákveðið að verja 150 milljónum króna til hinsegin-samtakanna Outright International á næstu 18 mánuðum.

Í Spursmálum er að þessu sinni upplýst að ársreikningar samtakanna varpa ljósi á mikinn launakostnað á vettvangi þeirra. Framkvæmdastjórinn, sem undirritaði samkomulag við ráðherra um ráðstöfun fjármunanna er t.a.m. með jafnvirði 40 milljóna króna í árslaun frá samtökunum.

Þá sýna reikningarnir að níu æðstu stjórnendur þess taka til sín um 10% af öllu sjálfsaflafé Outright International.

Þorgerður Katrín undirritar samning um afhendingu 150 milljóna til samtakanna …
Þorgerður Katrín undirritar samning um afhendingu 150 milljóna til samtakanna Outright International. Með henni á myndinni er framkvæmdastjóri þeirra, Mariu Sjödin. ljósmynd/aðsend

15 milljónir af framlaginu í æðstu stjórnendur

Það þýðir að af þeim 150 milljónum sem íslenskir skattgreiðendur leggja samötkunum til, fara um 15 milljónir í að greiða laun helstu forsvarsmanna samtakanna.

Í Spursmálum er fjárhæðin sem hér um ræðir sett í samhengi við niðurskurðartillögur í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Þar er t.a.m. gert ráð fyrir því að skera niður framlög til Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinssjúka Íslendinga um 200 milljónir króna.

Spursmál má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka