Tilkynnt um eld: Grilluðu borgara fyrir landsleik

Slökkviliðið fór á staðinn.
Slökkviliðið fór á staðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um eld fyrir utan verslunarhúsnæði í Reykjavík um fimmleytið í gær. Þegar komið var á vettvang reyndist enginn eldur vera þar. 

Þarna var aftur á móti verið að grilla mikið magn hamborgara sem átti að selja á landsleik Íslands og Úkraínu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða verslunarhúsnæði í Gnoðarvogi þar sem hamborgarastaðurinn 2Guys er til húsa.

Einnig var tilkynnt um eld í húsnæði á Lokastíg. Búið var að slökkva eldinn þegar lögreglan kom á vettvang en reykræsta þurfti húsnæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert